Vopnaskak 2018 – dagskrá hátíðar liggur fyrir

27.06 2018 - Miðvikudagur

Sumarið líður allt of fljótt segir í dásamlegum texta Vilhjálms Vilhjálmssonar og er hverju orði sannara, 1/3 hluti sumars er að baki. Um miðja næstu viku eða miðvikudaginn 04. júlí nk. hefst bæjarhátíðin Vopnaskak og stendur til og með sunnudaginn 08. Eru bæjarbúar jafnt sem dreifbýlingar hvattir til að skreyta sitt nánasta umhverfi en samtímis sem hver og einn skreytir hús sitt eru hverfin hvött til samstöðu um skreytingar. Strax á fyrsta degi er eitt og annað í boði og er vísað til meðfylgjandi dagskrár hátíðar.

 

Af mörgu er að taka en eins og ávallt er ber meira á tilteknum viðburðum en öðrum, sem hver og einn leggur persónulegt mat á. Sem dæmi má nefna tónleika til heiðurs Erlu skáldkonu að kvöldi miðvikudags og miðnæturopnun Selárlaugar. Á fimmtudag kapphlaup Ögrunar, hagyrðingakvöld með þátttöku Dúddanna og sumarpartí í boði ungmennaráðs og á föstudag markaðstorg við Kauptún og stórtónleikar í Stjórnarinnar sívinsælu í Miklagarði. Á laugardag er leikur Einherja og Ægis í 3. deild á Vopnafjarðarvelli, kjötsúpukvöld og brekkusöngur á lóð grunnskólans áður en Hofsball tekur við kl. 23. Á lokadegi Vopnaskaks sunnudaginn 08. júlí er golfmót í boði og Bustarfellsdagurinn hefst kl. 13.

 

Venju samkvæmt á þessum tímamótum bjóða þjónustuaðilar á Vopnafirði ýmislegt sem vert er að kynna sér nánar og er vísað til hjálagðrar dagskrár hér að lútandi. Svo er bara að láta sig hlakka til og njóta fjölbreyttrar dagskrár bæjarhátíðarinnar Vopnasksks 2018.

vopnaskak 2018 - dagskra.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir