Kynning á deiliskipulagi hafnarsvæðis

29.06 2018 - Föstudagur

Mánudaginn 02. júlí nk. verður kynning á deiliskipulagi hafnarsvæðis Vopnafjarðar í félagsheimilinu Miklagarði milli kl. 15:00 – 17:00. Til kynningarinnar mæta Ásdís Helga Ágústsdóttir arkitekt og Sigðurður Jónsson byggingafulltrúi sveitarfélagsins. Eru allir velkomnir til kynningarinnar. Í gildi deiliskipulag fyrir umrætt svæði og verður hluti þess sem er innan sama svæðis fellt úr gildi við gildistöku nýs skipulags.

 

Þann 4. janúar 2018 var lögð fram eftirfarandi bókun á fundi skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðar undir lið 1. Deiliskipulagsbreyting á hafnarsvæði Vopnafjarðar:

 

“Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að unnið verði nýtt deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið og að eldra skipulag verði fellt úr gildi. Nefndin leggur til að skilið verði á milli athafnasvæðis HB Granda og verndarsvæðis og unnin verði ný skipulagsáætlun. ”

 

Þann 11. janúar samþykkti sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar. Og nú er skipulagið til kynningar fyrir almenning og eru íbúar hvattir til að mæta til hennar.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir