Verklýsing svæðisskipulag Austurlands

02.07 2018 - Mánudagur

Samvinna sveitarfélaganna á Austurlandi hefur verið mikil síðan Samband sveitarfélaga á Austurlandi var stofnað árið 1966. Segja má að vinnan sem farið er í nú endurspegli aukna samvinnu sveitarfélaganna undanfarin ár. Upphaf vinnunnar má rekja til aðalfundar SSA 2015 á Djúpavogi. Þar var rætt um svæðisskipulag á málstofu og varð umræða innan SSA í kjölfarið til þess að ákveðið var að ráðast í gerð svæðisskipulags fyrir Austurland. Í framhaldinu ákvað stjórn SSA að svæðisskipulag Austurlands yrði sérstakt áhersluverkefni í sóknaráætlun landshlutans. Svæðisskipulagsnefnd Austurlands er skipuð 2 fulltrúum frá hverju aðildarsveitarfélagi.

 

Svæðisskipulag Austurlands leggur áherslu á að draga fram þá þætti sem eru til þess fallnir efla samfélagið á Austurlandi með frumkvæði, þekkingu og samvinnu að leiðarljósi. Upplýsingar um svæðið verði aðgengileg og settar fram með skýrum hætti og verða birtar á þessari síðu www.austurland.is jafnóðum og þær verða tilbúnar. Vopnafjarðarhreppur samþykkti samhljóða á síðasta fundi sveitarstjórnar að skipa Axel Örn Sveinbjörnsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson sem fulltrúa sveitarfélagsins í svæðisskipulagsnefnd. Varamenn Stefán Grímur Rafnsson og sveitarstjóri.

 

Til nánari upplýsinga er slóðin þessi:

https://austurland.is/kerfi/wp-content/uploads/2018/06/Svaedisskipulag_HQ_20feb-ilovepdf-compressed-1.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir