Vopnaskak fer af stað í dag

04.07 2018 - Miðvikudagur

Dagurinn í dag miðvikudagurinn 04. júlí markar upphaf Vopnaskas en sl. daga hafa Vopnfirðingar unnið að því að skreyta kauptúnið og sveitina. Við lok bæjarhátíðarinnar verða veitt verðlaun fyrir best skreytta hverfið og best skreytta húsið. Hverfin eru litaskipt líkt og verið hefur um árabil og skiptist svo: Appelsínugult: Skálanesgata, Kolbeinsgata og Miðbraut Grænt: Lónabraut, Fagrihjalli, Hafnarbyggð Blátt: Holt og Hamrahlíð Bleikt: Sveitin

 

Íslandsmót 5. flokks á Vopnafjarðarvelli er fyrsti liður sem tilgreindur er í dagskrá hátíðar en áætlað er að mótið standi á milli kl. 13:00- 17:00. Er fólk að sjálfsögðu hvatt til að mæta og styðja okkar lið til sigurs! Kl. 17:00 -18:30 sápurennibraut við blokkina. Kl. 18:00—18:45 danspartí í íþróttahúsinu, Gró Einarsdóttir eróbikkdanskennari og mikil dansáhugakona sér um að halda fjörinu í hámarki og undirbúa fólk undir snúningana á Hofsballi. 14 ára og eldri velkomin. Frítt

 

Kl. 20:00 er dagskrá í Miklagarði undir heitinu Til heiðurs Erlu skáldkonu. Tónleikar með Baldvini Eyjólfssyni ásamt hljómsveit og fríðum flokki söngvara. Telur hópurinn um tuttugu manns. Fimm lög hafa þegar verið flutt opinberlega en lögin sem samin hafa verið eru mun fleiri og verða frumflutt fyrir almenning að þessu tilefni. Verð 2500 kr. Síðan er rétt að geta þess að Selárlaug er opin 2 tímum lengur en venjulega eða til kl. 24:00, boðið er til miðnæturopnunar.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir