Vopnaskak, kjötsúpukvöld og skreytingar húsa

09.07 2018 - Mánudagur

Bæjarhátíðin Vopnaskak lauk í gær og gekk almennt stórvel. Þannig fjölmennti fólk á auglýsta viðburði, sem dæmi voru um 150 manns á hagyrðingakvöldi og tvöfalt fleiri á Hofsballi. Getur Debóra Dögg, starfsmaður hátíðar, og menningarmálanefnd gengið sátt frá borði. Á leik Einherja á laugardeginum var fjöldi fólks og stemningin til fyrirmyndar en þar vannst mikilvægur 2:1 sigur á Ægi frá Þorlákshöfn. Að vanda kaus fjöldi að halda inn að Bustarfelli í gær en ólíkt Vopnaskaki fyrra árs lék veður við gesti hátíðar, þannig var til að mynda lengstum leikið í logni á laugardeginum og telst sannarlega til tíðinda.

 

Meðfylgjandi eru myndir af kjötsúpukvöldi sl. laugardagskvöld og skreytingar nokkurra húsa í bænum. Þar á meðal verðslaunað hús Þorgríms og Dorotu, sem þótti best skreytta húsið en bláa hverfið þótti best/mest skreytta hverfið að þessu sinni.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir