Nýtt hverfi risið á Vopnafirði

15.07 2018 - Sunnudagur

Byggingaframkvæmdir hafa staðið yfir við nýtt hverfi í þéttbýli Vopnafjarðar á sumrinu. Kann það að láta lítið yfir sér staðsett handan Austurborgar er kominn vísir að allnokkru hverfi nýrisinna húsa. Þótt engir séu uppdrættirnir hefur framkvæmdum miðað vel. Yfirbyggingarstjóri er og hefur verið frá öndverðu Þórhildur Sigurðardóttir en er tíðindamann bar að garði lágu framkvæmdir niðri svo ekki náðist í byggingarstjóra né húseigendur.  

 

Svo sem sjá  á meðfylgjandi myndum er fyrir hlutunum hugsað og útsýnið af lóðinni í hæsta gæðaflokki. 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir