Heilsufarsmæling á Vopnafirði 27. ágúst

23.08 2018 - Fimmtudagur

Hjartaheill, Samtök sykursjúkra, Samtök lungnasjúklinga og SÍBS í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) munu bjóða upp á ókeypis heilsufarsmælingu 27.-30. ágúst næstkomandi á Norðurlandi eystra. Send hafa verið út boðsbréf á alla íbúa og fyrirtæki í aðdraganda mælinganna auk þess sem framtakið hefur verið kynnt í gegnum samfélagsmiðla og í samstarfi við svæðismiðla.

 

Mælingarnar ná til helstu áhættuþáttta lífsstílssjúkdóma þar sem mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun, mittismál og gripstyrkur. Jafnframt gefst þátttakendum kostur á að svara lýðheilsukönnun, hægt er að nálgast sínar niðurstöður úr mælingum og könnun á „mínar síður“ á island.is samanborið við heildarniðurstöður síns aldurshóps og kyns.Hjartaheill.jpg

 

Vopnfirðingum stendur til boða heilsufarsmælingin mánudaginn 27. ágúst nk. í félagsheimilinu Miklagarði milli kl. 15:00 – 17:00. Við teljumst til Norðurlands eystra að þessu sinni og tökum því fagnandi enda njótum við góðs af með þessu ágæta boði. Vopnafjarðarhreppur er samstarfsaðili enda vill sveitarfélagið efna til og kynna heilsueflandi verkefni sem þetta. Eru starfsmenn þess hvattir til að mæta til mælingar sem stendur öllum íbúum til boða svo það sé á hreinu.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir