Sundkennsla Vopnafjarðarskóla

27.08 2018 - Mánudagur

Athygli sundlaugargesta er vakin á að sundkennsla Vopnafjarðarskóla hefst á morgun, þriðjudaginn 28. ágúst. Mun hún standa yfir næstu 3 vikurnar, þ.e. til og með föstudaginn 14. september nk. Þetta þýðir að sundlaugin er gestum lokuð á meðan sundkennsla stendur yfir sem er fyrir hádegi dag hvern.

Opið er fyrir almenna gesti milli kl. 13:00 og 22:00 þessar vikur en eftir það milli kl. 10:00 og 22:00 til 30. september nk. en þá tekur við vetraropnun Selárlaugar. Helgaropnun er með óbreyttu sniði enda engin kennsla þá daga.

                -Fulltrúi
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir