Ágætis veður framundan

29.08 2018 - Miðvikudagur

Austurhluti Íslands hefur notið góðs tíðarfars allt frá maí til þessa dags þótt ágúst hafi boðið upp á rysjótt veður með blautum og þurrum dögum til skiptis. Þannig hafa t.a.m. vökvunarvagnar íþróttavallar sveitarfélagsins ekki verið hreyfðir í mánuðinum en voru þeim mun meira notaðir allt frá því að þeir fóru af stað þann 11. maí sl. Skv. Veðurstofu megum við vænta ágætra daga sé horft 6 daga fram í tímann.

 

Norðan 5-10 en norðvestan 8-15 austantil fram á kvöld. Dálítil væta um norðanvert landið en bjartviðri syðra og rofar til norðanlands með deignum, fyrst vestantil. Hiti 6 til 14 stig að deginum, hlýjast á Suðurlandi. Hægviðri í nótt og hiti nálægt frostmarki, en vægt frost inn til landsins. Hægt vaxandi suðaustanátt á morgun og þykknar upp, 13-20 m/s annað kvöld og rigning en hægari vindur og léttskýjað norðaustantil. Hiti 8 til 16 stig á morgun, hlýjast á Austurlandi.

 

Veðurhorfur á landinu næstu daga.

 

Á föstudag:

Suðaustan 10-18 m/s árla dags og talsverð rigning, einkum suðaustanlands. Síðan suðvestan 8-13 með skúrum, en léttir til norðan- og austanlands. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á norðausturhorninu.

 

Á laugardag:

Suðvestan 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en bjartviðri norðaustan- og austantil. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á Austurlandi. Geta leikmenn mfl. karla í Einherja vænst þess að leika í fyrirtaksveðri í lokaleik sínum á heimavelli þegar leikið verður gegn Augnabliki. Hefst leikurinn kl. 13:00. Á liðið þá 2 leikjum ólokið.IMG_4232.JPG

 

Á sunnudag:

Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Dálítil væta um landið vestanvert, en bjartviðri að mestu austanlands. Hiti 4 til 12 stig, svalast norðvestantil. Mfl. kvenna leikur sinn síðasta leik á sumrinu gegn Fjarðabyggð/Leikni/Hetti og hefst leikurinn kl. 14:00. Er útlit fyrir að stúlkurnar njóti ágætis veðurs einnig.

 

Á mánudag:

Stíf suðlæg átt og fer að rigna sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hlýnar í veðri.

 

Á þriðjudag:

Útlit fyrir vestlæga átt með dálítilli vætu vestantil á landinu, en þurru og björtu veðri austanlands. Hiti breytist lítið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir