HB Grandi hf. – uppgjör fyrstu 6 mánuði ársins

30.08 2018 - Fimmtudagur

Á heimasíðu HB Granda hf, www.hbgrandi.is, er rekstur félagsins á fyrri hluta árs 2018 til umræðu. Rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrri helmingi ársins 2018 námu 100,0 m€, samanborið við 96,8 m€ árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 10,6 m€ eða 10,6% af rekstrartekjum, en var 13,9 m€ eða 14,4% árið áður. Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 1,5 m€, en voru neikvæð um 1,5 m€ á sama tíma árið áður. Áhrif hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 1,5 m€, en voru jákvæð um 1,0 m€ árið áður. Hagnaður fyrir tekjuskatt var 3,7 m€ og hagnaður tímabilsins var 3,1 m€.

 

Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrri árshelming 2018 (1 evra = 123,5 kr) verða tekjur 12,3 milljarðar króna, EBITDA 1,3 milljarður og hagnaður 0,4 milljarðar. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 30. júní 2018 (1 evra = 123,45 kr) verða eignir samtals 63,5 milljarðar króna, skuldir 32,6 milljarðar og eigið fé 30,9 milljarðar.

 

Guðmundur Kristjánsson forstjóri félagsins:

„Taprekstur á HB Granda á öðrum ársfjórðungi er óviðunandi. Skýringar eru m.a. hátt gengi íslensku krónunnar sem dró úr arðsemi fiskvinnslunnar. Þá taka veiðigjöld ekki tillit til arðsemi af veiðum einstakra fisktegunda, því grunnur veiðigjaldsins er afkoma greinarinnar árið 2015.“

 

„Ég sé góð færi til að bæta rekstur HB Granda. Veiðar má auka með auknum veiðiheimildum og arðsemina má bæta með breytingum á skipum og flota. Verið er að skoða fjárfestingar í vinnslu og tæknibúnaði sem ættu að hafa jákvæð áhrif á reksturinn þegar fram í sækir. Einnig er í athugun að auka samstarf á sviði markaðs- og sölumála og jafnvel fjárfesta í erlendum sölufélögum.”




Tungumál


Skipta um leturstærð


Leit



Flýtileiðir