Sumarið 2018

07.09 2018 - Föstudagur

Sumarið er að baki í hugum okkar flestra þótt haustjafndægur sé 23. september og síðasti sumardagur standi upp á 26. október að þessu sinni. Skólasetning markar á sinn hátt endalok sumars og víst er það svo að skólaleyfi sleppir og við tekur skipulögð dagskrá vetrarins. Sumarið íslenska er stutt, stundum kemur það hreinlega ekki og saman renna vor og haust með óskilgreindu tíð þar á milli. Sumarið 2018 fer alls ekki í þann flokk því við fengum marga milda daga og sárafáa með nístandi norðankulda. Þurrviðri var ríkjandi allt frá maí fram yfir miðjan júlí er dagar tóku að skiptast á dagar þurrka og vætu, naut náttúran góðs af.

 

Meðfylgjandi er myndafjöld er tíðindamaður tók á ýmsum tímum sumars, eru myndirnar ekki tímasettar en segja sína sögu eins og myndir gjarnan gera. Horfðu til himins var í huga haft í mörgum tilfellum enda hann mótandi í umhverfi okkar. 'Vopnfirski´himinninn var á tíðum sérlega fagur og verðskuldaði að hann yrði fangaður á mynd.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir