Menningarmálanefnd kallar eftir hugmyndum íbúa

12.09 2018 - Miðvikudagur

Á fundi menningarmálanefndar sem haldinn var sl. mánudag kom fram athyglisverð hugmynd sem nefndarfólk fylgdi eftir og birti á samskiptavefnum Fésbók/facebook í kjölfarið. Í stuttu máli biðlar nefndin til íbúa sveitarfélagsins um hugmyndir er menningu varðar en hvoru tveggja vill nefndin kappkosta að bjóða upp á viðburði sem flestir kunna að hafa ánægju af og bjóða hinum almenna íbúa að borðinu. Snilldin felst í að opna fyrir umræðuna, að gefa öllum jafnt tækifæri til að leggja málefninu lið og hljótum við að fagna frumkvæði nefndarfólks. Að neðan er skilaboðin að finna, sem rituð eru af Fanney Björk Friðriksdóttur f.h. nefndar.

 

Góðan dag!

Fyrir hönd menningarmálanefndar langar mig til að hafa smá umræðuþráð hérna. Menningarmálanefnd vill starfa fyrir íbúa sveitafélagsins og bjóða upp á viðburði fyrir sem allra flesta. Á þessum samfélagsmiðli eru margir og auðvelt að ná til íbúa, og því ákveðið að byrja hér.

 

Við spyrjum einfaldlega: Hvað myndir þú vilja sjá á vegum menningarmálanefndar á komandi árum?

 

Endilega hafið í huga að viðburðir geta verið fjölbreyttir, litlir og stórir, einfaldir eða flóknir. Nýjar hugmyndir eru vel þegnar, en einnig væri frábært að heyra um það sem hefur verið gert og íbúar vilja halda í (t.d. Hofsball, ekki Hofsball o.s.frv.).

 

Við viljum einnig vekja athygli á því að hægt er að senda okkur fyrirspurnir og/eða skrifa okkur bréf eða tölvupóst. Hægt er að senda á nonnihelga@gmail.com, skrifstofa@vopnafjardarhreppur.is eða koma bréfi upp á hreppskrifstofu og því verður komið áleiðis til okkar.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir