Hjúkrunarheimilið Sundabúð auglýsir eftir starfskröftum

13.09 2018 - Fimmtudagur

Hjúkrunarheimilið Sundabúð auglýsir tvö störf laus til umsóknar, annars vegar 65% staða í mötuneyti heimilisins, hins vegar liðveisla við fullorðinn einstakling.

 Mötuneyti

Hjúkrunarheimilið Sundabúð óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti Sundabúðar. Starfshlutfall er 65% og eru vaktir ýmist milli kl. 08:00 – 16:00 eða 09:00-15:00. Er unnin önnur hver helgi.

 

Starfið felst í öllum almennum störfum í eldhúsi, þar á meðal eldamennsku. Reynsla af starfi í mötuneyti æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan október.

 

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Afls og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nánari upplýsingar um starfið veitir Emma Tryggvadóttir í síma 470 1240 og 860 6815 og einnig má senda fyrirspurnir á emma@vopnafjardarhreppur.is

 

Umsóknarfrestur er til 28. sept. nk. og skal umsóknum skilað á sama netfang.

 

 Félagsleg aðstoð

Starfskraftur óskast í liðveislu við fullorðinn einstakling. Um er að ræða hlutastarf, 8 klst á viku fimmtudaga og föstudaga milli kl. 13:00-17:00.

Æskilegt er að viðkomandi hafi bílpróf.

 

Nánari upplýsingar gefur Emma Tryggvadóttir s. 470 1240 og gsm 860 6815 eða emma@vopnafjardarhreppur.is

 

Umsóknarfrestur er til 21.sept. nk.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir