Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands

06.11 2018 - Þriðjudagur

Á fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl. var samþykkt samhljóða að aldarafmælis fullveldis þjóðarinnar yrði minnst. Var málinu vísað áfram til menningar- og fræðslunefndar. Nú liggur fyrir að þessa merka atburðar verður minnst í Vopnafjarðarskóla laugardaginn 01. desember, nákvæmlega 100 árum síðar. Meðfylgjandi er tilkynning frá skólastjóra hér að lútandi.

 

Aðalbjörn skólastjóri skrifar: Í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands verður hátíð í skólanum laugardaginn 1. desember. Í dag [sjötta nóvember] hófst undirbúningur meðal starfsfólks að þemavinnu nemenda sem verður 2-3 daga í nóvember. Reynt verður að hafa dagskrá dagsins með fjölbreyttu sniði og m.a. mun Karlakór Vopnafjarðar syngja nokkur lög auk annarra atriða sem verða auglýst síðar.

 

Við munum fagna að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Segja má að þetta hafi verið einn merkasti áfanginn í sjálfstæðisbaráttunni, sem hafði þá staðið í nær eina öld. Hátíð hefur verið haldin af minna tilefni er óhætt að staðhæfa. 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir