Ertu með góða hugmynd?

10.11 2018 - Laugardagur

Uppbyggingarsjóður Austurlands auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2019. Tilgangur sjóðsins er að styrkja verkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands til menningar- og listuppbyggingar, stofn- og rekstrarstyrki til menningar og verkefni til nýsköpunar og atvinnuþróunar. Er sjóðurinn samkeppnissjóður og styrkveitingar miðast við árið 2019. Aðeins verður ein úthlutun á árinu.

 

Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 þann 30. nóvember 2018. Umsóknum fyrir árið 2019 er skilað á rafrænum formi í gegnum hjálagt eyðublað, Fokalforms. Til að opna nýja umsókn er farið inn á heimasíðu Austurbrúar, www.austurbru.is eða á https://soknaraetlun.is/ og þaðan fara umsækjendur í innskráningu hjá Hagstofu Íslands með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.

 

Frekari upplýsingar um umsóknarferlið, úthlutunarreglur 2019, sóknaráætlun o.fl. er að finna á heimasíðu Austurbrúar, www.austurbru.is en auk þess er hægt að hafa samband við starfsstöðvar Austurbrúar í síma 470-3800.

 

Boðið verður upp á viðveru á vegum Austurbrúar þar sem veitt verður ráðgjöf við gerð umsókna. Viðvera verkefnastjóra Uppbyggingarsjóðs Signýjar Ormarsdóttur er í Kaupvangi miðvikudaginn 14. nóvember nk. milli kl. 13 - 15. Nánar um málið í meðfylgjandi skjali.

Auglýsing umsóknir Uppbyggingarsjóð 2019.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir