Ekki vetur í kortunum

12.11 2018 - Mánudagur

Þegar líður að miðjum nóvember ríkir milt veður á landinu og ekkert í kortunum þessa vikuna að það muni breytast. Þvert á móti er því spáð að hitinn nái allt að 13°C um næstu helgi og því æði fátt sem minnir á að tíðin er vetur og hver dagur styttri en sá fyrri. Einhver væri nú snjórinn hefði úrkoma sl. daga verið í föstu formi en til að mynda regnið og rokið sem hér var sl. laugardag heyrir frekar til undantekninga en reglu. Samkvæmt Veðurstofunni er óþarft að hafa áhyggjur af ófærð þessa vikuna hið minnsta, á meðan slíta nagladekkin yfirborði vega og gatna.

 

Veðurhorfur næstu daga skv. Veðurstofu:

 

Mánudagur 12. nóvember:

Norðaustan 3-8 m/s í dag, en 8-13 á Vestfjörðum. Lengst af rigning eða slydda um landið norðan- og austanvert, en þurrt suðvestantil.

Austan 3-10 á morgun. Bjartviðri suðvestanlands, en dálítil rigning eða slydda um tíma í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 6 stig.

 

Á þriðjudag:

Austan 3-10 m/s. Þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi, en rigning eða slydda um tíma annars staðar á landinu. Hiti 1 til 6 stig.

 

Á miðvikudag:

Suðaustan 5-10 og smáskúrir sunnanlands, hiti 2 til 6 stig. Hægari vindur í öðrum landshlutum, yfirleitt þurrt og hiti kringum frostmark.

 

Á fimmtudag:

Suðaustan 5-10, en 10-15 suðvestantil á landinu. Rigning eða slydda, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 1 til 6 stig, mildast með suðurströndinni.

 

Á föstudag:

Gengur í allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu, einkum sunnan- og vestanlands. Hlýnar í veðri.

 

Á laugardag og sunnudag:

Útlit fyrir sunnanátt með rigningu og súld, en þurrt norðaustantil á landinu. Hiti 7 til 12 stig.IMG_8168.JPG

Hugleiðingar veðurfræðings:

Vindur verður yfirleitt með rólegra móti fyrripart vikunnar sem nú er að hefjast. Heilt yfir verður einnig úrkomulítið á landinu, þó taka beri fram að búist er við rigningu eða slyddu norðan- og austanlands í dag (mánudag). Hægt er að tala um aðgerðalítið veður, sérílagi ef haft er í huga hvað þessi árstími getur borið í skauti sér.Hugleiðingar veðurfræðings

 

Ef við gægjumst lengra fram í tímann, þá er úrkomusvæði væntanlegt yfir landið á fimmtudag, þá verður enginn landshluti þurr. Síðan eru spár nokkuð sammála um að á föstudag gangi í stífa sunnanátt og það hlýni, á laugardag og sunnudag heldur síðan sunnanáttin áfram með hita 7 til 13 stig á landinu. En sunnanáttinni fylgir ekki bara hlýtt loft, heldur einnig raki, búast má við rigningu og súld frá föstudegi til sunnudags sem einkum verður bundin við sunnan- og vestanvert landið eins og venja er í þessari vindátt.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir