Alþjóðlegur dagur barna

20.11 2018 - Þriðjudagur

Í dag, 20. nóvember, er alþjóðlegur dagur barna haldinn hátíðlegur um allan heim. Dagurinn er einnig afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Yfirskrift átaks UNICEF á Íslandi og okkar í ungmennaráðinu á alþjóðlegum degi barna er #börnfáorðið. UNICEF á Íslandi hefur sent hagnýt ráð til ráðamann í sveitarfélögum til minna á að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna veitir öllum börnum um allan heim mikilvæg réttindi. Er markmið dagsins að gefa börnum orðið og skapa vettvang fyrir okkur - börn og ungmenni - til að tjá skoðanir okkar opinberlega og í okkar nærumhverfi.

 

Meðfylgjandi er „Hagnýt ráð til ráðamanna um samráð við börn og ungmenni“ sem má finna hér í viðhengi. Samkvæmt 12. og 13. grein Barnasáttmálans eiga börn rétt á því að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif. Sömuleiðis eiga börn rétt á tjáningarfrelsi og aðgengi að upplýsingum. Tilgangur þessara hagnýtu ráða er að minna ráðamenn á að börn eiga mikilvæga rödd og að við eigum rétt á að vera þátttakendur í ákvörðunum sem hafa áhrif á okkur eða munu móta framtíð okkar.

 

Alþj.d. barna.jpgMikill árangur hefur náðst við að bæta stöðu barna í heiminum frá því að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur þann 20. nóvember fyrir 29 árum. Barnadauði hefur minnkað um meira en helming og 93% barna á grunnskólaaldri fara nú í skóla. Heimurinn er þó enn afar óréttlátur staður fyrir þau börn sem eru fátækust og mest berskjölduð.

 

Að lokum er hvatt til þess að aukið samráð verði við börn og ungmenni haft áður en teknar eru ákvarðanir sem varða börn eða það sem kann að hafa áhrif á þau. Einfaldlega þá vita börn best hvernig er að vera börn. Hér á Vopnafirði er starfandi ungmennaráð og mikilsvert að það sé virkt og að ungmennin hafi rödd innan stjórnsýslunnar.

Hagnýt ráð til ráðamanna:

Ungmennaráð UNICEF.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir