Aðventurölt á Vopnafirði

22.11 2018 - Fimmtudagur

Nokkrir aðilar í Vopnafjarðarbæ standa að nýbreytni í aðdraganda jóla, bjóða þeir til kvöldopnunar undir heitinu aðventurölt á Vopnafirði í kvöld milli kl. 19:00 – 22:00. Í tilkynningu hér að lútandi segir: Eigum saman skemmtilegt kvöld á aðventunni, njótum stundarinnar, röltum um fallega bæinn okkar, hittum fólk, ýmis tilboð í gangi ásamt léttum veitingum, kaupum jólagjafir … og: Gleði og aðventuskemmtun eins og hæun gerist best.

 

Við fögnum nýbreytninni að sjálfsögðu og má gera ráð fyrir að margur geri sér dagamun og rölti á milli þeirra staða sem að viðburðinum standa, þeir eru:

 

Solo hárgreiðslustofa sem býður 20% afslátt – Prýði fótaaðgerðastofa, 10% afsláttur – Verslunin Anný, 10% af – Kaupvangskaffi – Bragabúð, 20% af – ÁTVR/Vínbúðin opin milli kl. 16:00-20:00, býður kakó og smákökur.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir