Aðventurölti vel tekið

23.11 2018 - Föstudagur

Frá því var greint í gær að nokkrir þjónustuaðilar í Vopnafjarðarbæ hygðust bjóða til kvöldopnunar og nefndu viðburðinn aðventurölt. Sjálfsagt hafa frumkvæðisaðilar gert sér vonir um að vel myndi viðra til rölts en að það yrði sú dásemd sem Vopnfirðingum bauðst í gærkvöldi tók vonum þeirra líklega fram. Nú er eigi gott að segja hvers frumkvöðlar væntu en svörun íbúa hlýtur að hafa glatt hluaðeigendur, þátttaka íbúa miðað við hina frægu höfðatölu var nefnilega stórgóð. Í litla bænum skapaðist sérlega ánægjuleg stemning sem hlýtur að vera þjónustuaðilunum mikill hvati. Íbúum ekki síður.

 

Tíðindamaður var án myndavélar en greip gsm-síma frúarinnar og myndaði á viðkomandi stöðum, ÁTVR hafði lokað skömmu áður en þar mun hafa verið einkar notalegt andrúmsloft með kakó og smákökur á fati. Seint munu myndirnar teljast góðar en tilgangurinn helgar meðalið og þær geyma sögu sem ekki verður endursögð með sama hætti.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir