Deiliskipulag hafnarsvæðis til kynnnigar

27.11 2018 - Þriðjudagur

Í dag milli kl. 15:00 – 18:00 er opið hús í félagsheimilinu Miklagarði þegar til kynningar verður tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis Vopnafjarðar. Býðst íbúum að kynna sér drög að að nýju deiliskipulag fyrir miðhluta hafnarsvæðisins ásamt umhverfisskýrslu, skv. ákv. gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð. Skipulagstillagan er kynnt á vinnslustigi í samræmi við 4.mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Svæðið sem málið varðar er um 8.5 ha. að stærð og skiptist annars vegar í um 5.8 ha. hafnar- og iðnaðarsvæði og hins vegar í um 2.7 ha. miðsvæði og er landið í eigu Vopnafjarðarhrepps.

Í gildi er deiliskipulag fyrir umrætt svæði og verður hluti þess sem er innan sama svæðis fellt úr gildi við gildistöku nýs skipulags. Gildandi deiliskipulag hafnar- og miðsvæðis á Vopnafirði er dagsett 06. nóvember 2008.

 

Eru íbúar hvattir til að mæta til kynningarinnar en um leið og hönnuðir kynna framvindu verks býðst hverjum og einum að spyrja spurninga er málið kann að varða. 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir