Messa og jólatréð við Kaupvang

30.11 2018 - Föstudagur

Á sunnudag næstkomandi er fyrsti sunnudagur í aðventu og samkvæmt hefðinni er kveikt á ljósum jólatrésins við Kaupvang. Við höfum reynslu af alls kyns veðri en samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar eru líkur á að veðrið verði skaplegt eða NV 4 m/sek. og lítilsháttar snjókoma. Myndarlegt tréð er gjöf HB Granda hf. til Vopnfirðinga og kemur úr landsins stærsta skógi, Hallormsstað.

 

Dagurinn er í hnotskurn:

 

-Messa í Vopnafjarðarkirkju kl. 14:00. Tendrað á fyrsta aðventuljósinu. Sunnudagaskólinn tekur þátt í messunni að hluta.

 

-Hótel Tangi býður upp á heitt súkkulaði og smákökur í tilefni dagsins frá kl. 15:00.

 

-Tendrun ljósa jólatrésins við Kaupvang kl. 17:00

Sveitarstjóri  flytur ávarp

Karlakórssöngur  undir stjórn Stephen Yates

Jólasveinar heilsa upp á börnin, kyrja jólasöngva og færa góðgæti í poka – gengið í kringum jólatréð!

Eru foreldrar hvattur til að mæta með börnin.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir