Opnun Selárlaugar og íþróttahúss um jól og áramót

20.12 2018 - Fimmtudagur

Innan fárra daga fagna jarðarbúar flestir jólahátíð. Dimmur vetur er enn myrkari fyrir þær sakir að snjór er enginn, þá koma ljósaskreytingar húsa sér vel. Að vanda taka opnunartímar Selárlaugar og íþróttahúss mið af hátíð ljóss og friðar. Er opnun íþróttamannvirkjanna að finna hér á síðu Vopnafjarðar en þá daga sem ekki er opið má nota til göngu í náttúrunni ef hreyfiþörfin gerir vart við sig um jól og áramót. Athugið að í dag, fimmtudaginn 20. desember, lokar íþróttahúsið kl. 19:30.

 

Opnun Selárlaugar:

 

Laugar- og sunnudagur 22. og 23. desember – hefðbundin helgaropnun

Aðfangadagur jóla 24. desember – opið kl. 10:00 – 12:00

Jóladagur 25. desember – lokað

Annar dagur jóla 26. desember – opið kl. 10:00 – 12:00

27. t.o.m. 30. desember – hefðbundin opnun

Gamlársdagur 31. desember – opið kl. 10:00 – 12:00

Nýársdagur 01. janúar 2019 – lokað

 

Opnun íþróttahúss:

 

Fimmtudagur 20. desember – opið kl. 13:00 – 19:30IMG_1432.JPG

Föstudagur 21. desember – opið kl. 13:00 – 21:30

Laugardagur 22. desember – opið kl. 10.00 – 14:00

Þorláksmessa 23. desember – lokað

Aðfangadagur jóla 24. desember – opið kl. 09:30 – 12:00

Jóladagur 25. desember – lokað

Annar dagur jóla 26. desember – lokað

27. t.o.m. 29. desember – hefðbundin opnun

Gamlársdagur 31. desember – opið kl. 09:30 – 12:00

Nýársdagur 01. janúar 2019 - lokað

 

Miðvikudaginn 02. janúar er síðan venjubundin opnun. Hafið það svo gott um jólin.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir