Rauð jól og áramót - líklega

27.12 2018 - Fimmtudagur

Svíki minni tíðindamanns ekki snjóaði síðast á Vopnafirði þann 09. desember sl. og tveimur dögum síðar var snjórinn allur horfinn. Eftir það hefur snjór ekki sést hér og fátt sem bendir til þess að hér snjói næstu vikuna en mögulega falla einhver snjókorn undir lok árs sem gæti verið í slydduformi. Handan áramóta er sunnanátt í kortunum með fáeinum mínusgráðum. Ef ekki væri fyrir myrkrið hefur tíðin minnt fremur á vor en miðjan vetur en sem dæmi var hitinn um 7°C á jóladag.

 

Samkvæmt Veðurstofunni má gera ráð fyrir að framhald verði á hinni mildu tíð en ekkert varir að eilífu, allra síst verður það um veðrið sagt. Hver veit nema janúar bjóði upp á vetrarveður og minnir okkur á hvar á jarðarkringlunni land vort liggur. Í öllu falli fáum við ekkert  um blessað veðrið ráðið eins mikið og við tölum um það - og höfum á því skoðun.

 

Veðurhorfur á landinu samkvæmt Veðurstofu:

 

Suðaustan 10-15 m/s sunnan- og vestanlands og víða rigning á láglendi en hægari á Norðaustur- og Austurlandi og þurrt þar fram á kvöld.

Suðvestan 8-15 og él á morgun en léttskýjað á norðaustanverðu landinu. Hiti 0 til 7 stig í dag, hlýjast sunnanlands, en kólnar heldur á morgun.

 

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

 

Á laugardag:

Suðvestan 8-15 og él, en hægari og léttskýjað á austanverðu landinu. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust við suður- og vesturströndina.

 

Á sunnudag 30. desember:

Austlæg eða breytileg átt 5-13 m/s. Snjókoma norðan- og vestantil á landinu og frost 0 til 5 stig, en rigning sunnan- og austanlands og hiti 0 til 5 stig.

 

Á mánudag - Gamlársdagur:

Norðaustan 5-10 m/s og él um landið norðanvert en léttskýjað sunnantil. Frost 2 til 7 stig, en frostlaust við suðurströndina.

 

Á þriðjudag - Nýársdagur:

Hæg breytileg átt og léttskýjað en austan 8-13 m/s suðvestanlands, skýjað og úrkomulítið. Frost 0 til 12 stig, kaldast norðaustantil.

 

Á miðvikudag 02. janúar:IMG_4539.JPG

Suðaustanátt og dálítli rigning á Suður- og Suðurausturlandi, en léttskýjað um landið norðanvert. Hiti 0 til 5 stig, en frost 1 til 6 stig norðaustanlands.

 

Hugleiðingar veðurfræðings:

Suðaustan 8-15 og fer að rigna í dag, fyrst suðvestanlands. Hægari vindur og þurrt á Norðaustur- og Austurlandi, en smávæta þar í kvöld. Hiti 2 til 7 stig, en í kringum frostmark norðaustanlands.

Suðvestan 8-15 með éljum og heldur kólnandi veðri á morgun, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi.

Það er áfram spáð suðvestanátt á laugardag. Léttskýjað austantil á landinu, annars él. Hiti um eða undir frostmarki.

 

Meðfylgjandi myndir eru teknar 03. desember sl. þegar snjór huldi land en 8 dögum síðar kvadd´ann og hefur ekki sést síðan. Aðrar myndir eru frá aðfangadegi og jóladag.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir