Áramótabrenna færð til nýárs

31.12 2018 - Mánudagur

Að vel athuguðu máli hefur ákvörðun verið tekin um að færa áramótabrennu Vopnfirðinga til Nýársdags. Verður tendrað í brennunni kl. 17:00 á morgun og flugeldasýning er áætluð kl. 17:30. 

Um leið og við vonumst til að Vopnfirðingar eigi ánægjulegt kvöld í vændum og heilsi nýju ári með gleði í hjarta óskum við eftir að íbúar láti berast ofangreinda ákvörðun og mæti til brennu á morgun kl. 17 á Nýársdag.

-Vopnafjarðarhreppur
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir