Þrettándabrenna næsta sunnudag

04.01 2019 - Föstudagur

Þrettándinn er á sunnudag 06. janúar næstkomandi en nafnið og er stytting á þrettándi dagur jóla og er almennt kallaður síðasti dagur jóla. Venju samkvæmt kveðja Vopnfirðingar jólin með viðeigandi hætti því kl. 17:00 þennan dag mun sveitarfélagið bjóða íbúum til brennu, þrettándabrennu - og flugeldasýningar sem Kiwanis-menn halda um svo sem verið hefur sl. ár. Er staðsetning viðburðar öllum kunnur, skammt ofan við Búðaröxl og rétt að fólk fari með gát að venju.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir