Vetur enn ekki í kortunum

07.01 2019 - Mánudagur

Spáð er norðvestanátt í dag 8-18 m/sek. hvassast austan til á landinu. Snjókoma eða él fram yfir hádegi norðan- og austanlands, annars skýjað með köflum. Hiti 0 til 5 gráður. Kólnandi veður, frost víða 2 til 8 stig í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. En svo virðist sem veturinn sé ekki kominn til að vera að þessu sinni því á morgun er spáð vaxandi suðaustanátt með rigningu suðvestan- og vestanlands síðdegis. Og aftur hlýnar í veðri.

 

Á miðvikudag er síðan útlit fyrir hvassa og hlýja suðvestanátt með rigningu, en þurru veðri á Norðaustur- og Austurlandi en veðurhorfur á landinu næstu daga eru:

 

Á miðvikudag:

Suðvestan 15-23 m/s og rigning, en þurrt á A-verðu landinu. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Austfjörðum.

 

Á fimmtudag:

Vestlæg átt, 15-20 m/s og skúrir eða él nyrst um morguninn, en annars suðvestan 10-15 og rigning með köflum. Lægir síðan smám saman og kólnar, frost víða 0 til 7 stig síðdegis, en hiti 1 til 6 stig SV-til.

 

Á föstudag og laugardag:

Ákveðin suðvestanátt og rigning eða slydda, en úrkomulítið NA-lands og hlýnandi veður.

 

Á sunnudag:

Útlit fyrir vestan- og suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri, en bjartviðri eystra.

 

Veturinn hefur verið mildur og snjóléttur og útlit fyrir að svo verði áfram næstu daga. Síðan er spurning hvort við fáum ekki að kynnast vetri með tilheyrandi ofankomu í föstu formi, snjósköflum og blindbyl stökum sinnum.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir