Örlar á vetri

14.01 2019 - Mánudagur

Um miðjan dag sl. laugardag varð regn að slyddu, síðar að snjókomu og snjóaði fram á kvöld í allhvassri norðanátt. Auðar götur fengu hvíta ábreiðu, hana misþykka og ásýnd lands tók að minna á að árstíðin er vetur. Um nótt hafði birt til og er svo enn þegar þetta er ritað að morgni mánudagsins 14. janúar, bjart og fagurt veður í 8°C frosti. Að venju voru starfsmenn þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins komnir af stað snemmdægurs að morgni sunnudagsins og hófu hreinsum gatna og hið sama gerðu starfsmenn Steineyjar og fóru um þjóðvegi þá sem þeir hafa með höndum. 

 

Samkvæmt Veðurstofu mun breytileg átt 5-10 ríkja á landinu og él á stöku stað. Frost 3 til 14 stig, kaldast inn til landsins. Gengur í austan 10-18 í dag með snjókomu, fyrst suðvestantil og hlýnar. Slydda eða rigning sunnantil síðdegis.

 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

 

Á miðvikudag:

Norðlæg átt 3-13 og stöku él, hvassast austast fyrripartinn, en bjartviðri um landið sunnanvert. Frost 3 til 18 stig, kaldast inn til landsins.

 

Á fimmtudag:

Austlæg eða breytileg átt. Stöku él og talsvert frost norðantil, en snjókoma með köflum sunnantil og frost yfirleitt 0 til 5 stig.

 

Á föstudag:

IMG_9678.JPGAustan og suðaustan 5-13, en heldur hvassari allra syðst. Sydda eða rigning á köflum sunnan- og vestantil og frostlaust, en annars þurrt að mestu og minnkandi frost.

 

Á laugardag:

Suðaustanátt og úrkoma á köflum en þurrt N- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig, en um og undir frostmarki NA-til.

 

Á sunnudag:

Útlit fyrir suðvestanátt með éljum. Hiti kringum frostmark.

 

Hugleiðingar veðurfræðings:

Skil nálgast landið úr suðvestri með vaxandi austanátt í dag, snjókomu og versnandi skyggni. Hlýnandi veður. Hlánar sunnantil síðdegis með slyddu eða rigningu. Norðaustan hvassviðri í kvöld, en mun hægari suðvestanátt með slydduéljum um landið suðvestanvert. Norðaustan hvassviðri eða stormur norðvestantil á morgun, en mun hægari vindur sunnan- og austanlands. Víða él og frost 0 til 7 stig. Ákveðin norðanátt annað kvöld og él norðantil, en léttir til fyrir sunnan.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir