Nýtt kynningarmyndband um Austurland

21.01 2019 - Mánudagur

Þann 17. janúar sl. fór í dreifingu nýtt og glæsilegt kynningarmyndband um Austurland. Myndbandið, sem er eins konar örsaga, lýsir upplifun aðkomumanneskju af svæðinu í máli og mögnuðum myndum og tekst þannig að gefa áhorfendum innsýn inn í þennan sérstaka og töfrandi landshluta. Myndbandið er framleitt og tekið upp af Sebastian Ziegler en leikstjóri var Henrik Dyb Zwart og með aðalhlutverk fór Nanna Juelsbo.

 

Sebastian er Vopnfirðingum að góðu kunnur og hann afar vel kynntur meðal íbúa sveitarfélagsins. Heimildarmyndin 690 VOPNAFJÖRÐUR sem kynnt var til sögunnar árið 2017 er verk Sebastians og Körnu Sigurðardóttur en einnig kom að myndinni Arnaldur Máni Finnsson. Nú sem þá nýtur sín listræn innsýn Seabastians og myndmálið kröftugt í tæplega 2ja mínútna löngu myndbandinu.

Meðfylgjandi er mynd af Seabastian við tökur og er fengin á síðu Austurbrúar.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir