Vesturfarinn og ferðamálasamtökin fengu styrk úr Uppbyggingarsjóði

30.01 2019 - Miðvikudagur

Á haustdögum auglýsti Austurbrú eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Austurlands fyrir árið 2019 en hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Auk heldur veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Í fyrradag var komið að fimmtu úthlutun úr Uppbyggingarsjóði, liðlega 60 milljónum var veitt til 61 verkefnis og voru Vesturfarinn og Ferðamálasamtök Vopnafjarðar meðal styrkþega.

 

Alls bárust 116 umsóknir, sem eru álíka margar og síðustu ár – og upphæðirnar langt umfram það fjármagn sem til skiptanna er. Sjóðsstjórn hafði gefið það út að farin skyldi önnur leið en áður, þ.e. að styrkja færri verkefni í ár en áður en þau sem yrðu fyrir valinu fengju hærri upphæðir.

 

Alls var útlutað 60,316 milljónum til 61 verkefnis. Af þeim voru 30 á sviði menningarmála og fengu þau 27,9 milljónir en 25 á sviði atvinnuþróunar sem fengu 24 milljónir. Að auki voru veittar 8,2 milljónir til stofn- og rekstarstyrkja á sviði menningar. Sem fyrr greinir féllu í Vestufaranum og Ferðamálasamtökum Vopnafjarðar styrkir í skaut, Vesturfarinn fékk raunar tvo til tveggja verkefna.sóknaráætlun.jpg

 

Vesturfarinn, áhugamannafélag Siglt, gengið, riðið og rúllað í lest 600.000 krónur

Vesturfarinn, áhugamannafélag Rannsóknir Vesturfarans á Vopnafirði 500.000 krónur

Ferðamálasamtök Vopnafjarðar Fugla- og laxaskoðun í Vopnafirði 800.000 krónur

 

Nánari upplýsingar um verkefnin bíða betri tíma en það er ánægjulegt til þess að vita að þau skuli hafa hlotið náð fyrir augum sjóðsstjórnar og upphæðirnar vonandi nægilega háar til að þoka verkefnunum af stað. Það er hins vegar gömul saga og ný að miklu munar á því sem umsækjendur æskja og því sem til skiptana er. Þannig er áætlaður heildarkostnaður verkefna um 560 milljónir króna en sótt var um styrki fyrir 180 m.kr., þar af 94 m.kr. til menningarmála og 85 m.kr. til nýsköpunar og atvinnuþróunar.

 

Myndin af styrkþegum er fengin af vef Austurfréttar.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir