Tvískiptur janúar, hlýr og kaldur

04.02 2019 - Mánudagur

Að baki er fyrsti mánuður ársins, janúar hefur kvatt og kemur ekki aftur í sömu mynd. Það er gjarnan á orði haft að janúar líði æði hægt, sé 45 dagar og ekki 31. Hver sem skoðun fólks kann að vera er janúar að baki og febrúar tekinn við. Veðurfarslega var janúar sérlega tvískiptur. Óvenju mikil hlýindi einkenndu fyrri hluta mánaðarins, hiti var langt yfir meðallagi um land allt og snjólétt víðast hvar. Seinni hluti mánaðarins var mun kaldari og þá sérstaklega síðustu dagarnir. Töluverður snjór var víða um land, vindur hægur og nokkuð bjart í veðri.

 

Óvenju hlýtt var á landinu fram til 12. janúar. Þá tók við svalt veður, sérstaklega síðustu 6 daga mánaðarins. Meðalhiti mánaðarins skv. Veðurstofu var yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 á landinu öllu en undir meðallagi síðustu tíu ára.

 

Slegið hefur á kuldann sem fór í tæpar -30°C á Mývatni í gær með austlægri eða breytilegri átt, gola eða kaldi. Þurrt norðantil á landinu og talsvert frost. Víða dálítil snjókoma suðaustantil og á Austfjörðum fram eftir degi, en annars úrkomulítið. Frost yfirleitt 0 til 10 stig. Vaxandi austanátt í kvöld með éljum S-lands, 15-23 og rigning eða slydda sunnantil seinnipartinn á morgun, hvassast syðst. Hægari fyrir norðan og lengst af þurrt. Hiti 1 til 6 stig syðra síðdegis, en 0 til 8 stiga frost um landið N-vert.

 

Veðurhorfur á landinu næstu daga skv. Veðurstofu Íslands.

 

Á miðvikudag:

Norðaustan 13-20 m/s. Snjókoma og síðar él N- og A-lands, en úrkomulítið á SV- og V-landi. Hiti 0 til 4 stig syðst, annars 0 til 5 stiga frost.V4.jpg

 

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:

Norðaustanátt, 5-15 m/s, hvassast austast. Él, en léttskýjað S- og V-lands. Frost 0 til 8 stig, en kaldara inn til landsins. 

Á sunnudag:

Lægir og birtir til N- og A-lands, en vaxandi suðaustanátt SV-til og þykknar upp. Minnkandi frost, en einkum SV-til.

 

Á mánudag:

Útlit fyrir stífa suðaustanátt með rigningu eða slyddu, en síðan suðvestanátt með skúrum eða éljum. Úrkomulítið NA-til. Hiti 0 til 7 stig.

 

Hugleiðingar veðurfræðings

Nokkuð víða hægur vindur og bjart veður ásamt köldu veðri í dag, en bætir í vind um sunnanvert landið í kvöld og dregur úr frosti þar. Á morgun má búast við austan hvassviðri eða stormi, hvassast allra syðst. Hlánar sunnantil og víða rigning eða slydda á láglendi. Fyrir norðan dregur úr frosti en þar verður vindur mun hægari og lengst af þurrt.

 

Á miðvikudag og dagana þar á eftir er svo útlit fyrir að hann halli sér í norðaustanáttina aftur og frysti víðast hvar með éljum norðan- og austantil, en léttir til sunnan- og vestanlands. Þó gæti hitinn komist yfir frostmark yfir hádaginn um landið sunnanvert af og til ef sólar nýtur.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir