Vetur minnir á sig

11.02 2019 - Mánudagur

Vopnfirðingar hafa eins og aðrir landsmenn fengið að finna að tíðin er hávetur með tilheyrandi ofankomu og norðanátt. Á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags gekk yfir norðausturhornið hvassviðri með allnokkurri ofankomu og þegar vind tók af höfðu myndast skaflar víðs vegar í þéttbýlinu þótt hvergi væru þeir eins myndarlegir og í Vallholtinu. Má segja að laugardagskvöldið/-nótt hafi verið endurtekið efni þótt vissulega væri stigsmunur á hvoru tveggja vind sem ofankomu.

 

Í vikunni mun okkur standa til boða alls kyns veðurlag, vindar blása ýmist úr suðvestri, suðaustri, austri, vestri, norðvestri og á sjálfsagt við æði margar vikur á Íslandi sem seint verður þekkt fyrir staðviðri. Það gerist þó og slíkir kaflar komið í vetur. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu segir m.a.:

 

IMG_9944.JPGEftir kaldan og rólegan dag í veðrinu í gær, er nú breytinga að vænta með veðraskilum sem nálgast óðfluga. Á Norður- og Austurlandi verður suðaustanáttin hægari, þar minnkar frostið smám saman og ekki er gert ráð fyrir úrkomu sem talandi er um.

 

Þegar á heildina er litið, mun veðrið í vikunni sem nú er að hefjast einkennast af tíðum lægðagangi við landið og yfir það. Það þýðir í grófum dráttum að vindur mun blása af ýmsum áttum og hvasst verður með köflum. Einnig verður úrkomusamt og þar sem hitinn sveiflast um frostmarkið verður úrkoman ýmist snjór eða rigning. Þó ber að taka fram að ekki er búist við standandi stormi alla vikuna. Það munu gefast skaplegir kaflar milli lægða og gæti verið hyggilegt að nýta þá til ferðalaga milli landshluta ef þess er kostur.

 

Meðfylgjandi eru myndir tíðindamanns teknar um liðna helgi.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir