Spáð er vonsku veðri

25.02 2019 - Mánudagur

Yfirlögregluþjónn óskar eftir að koma á framfæri eftirfarandi í ljósi veðurspár næsta sólarhringinn:

Nú er spáð suðaustan átt með rigningu í kvöld og fram eftir nóttu appesínugul viðvörun og vindaspáin 18-23 m/sek talsverð úrkoma ( regn).  Þessu gæti fylgt einhverjir vatnavextir og krapaflóð utan byggðar.

 

Þriðjudagur: Um það bil frá kl. 06:00 – 22:00 er spáð fyrir umdæmið suðvestan roki eða ofsaveðri 23 -30 m/sek og allt að 50 m/sek staðbundið.

 

Haft hefur verið samband við svæðisstjórn björgunarsveita og slökkvistjórana í Fjarðabyggð og hjá Brunavörnum Austurlands, þannig eru viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda.

 

Tilkynningu til íbúa, fyrirtækja, og verktaka í útvarpi og á facebook síðu lögreglunnar hefur verið komið á framfæri þar sem sérstaklega er hvatt til að festa niður muni, gáma og annað sem gæti fokið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir