Afkoma HB Granda hf. 2018

01.03 2019 - Föstudagur

Á heimasíðu HB Granda hf. er afkoma félagsins árið 2018 til umfjöllunar en hagnaður þess var 4,1 milljarðar sem er samkvæmt forstjóra ekki ásættanleg niðurstaða. Rekstrartekjur og -gjöld eru uppgefnar í Evrum og tölur umreiknaðar í u.þ.b. 136 íslenskar krónur hver Evra. Rekstrartekjur samstæðunnar á 4ða ársfjórðungi 2018 voru 61,5m€ en var 58,4 m€ á sama tíma árið áður. 61,5 m€ jafngildir um 8,3 milljörðum og sýnir stærð þessa öfluga fyrirtækis.

 

Ef niðurstöður rekstrarreiknings eru reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi ársins 2018 (1 evra = 127,37 ísk) verða tekjur 26,8 milljarðar króna, EBITDA 4,7 milljarðar og hagnaður 4,1 milljarðar. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á lokagengi ársins 2018 (1 evra = 132,86 ísk) verða eignir samtals 88,6 milljarðar króna, skuldir 51,5 milljarðar og eigið fé 37,1 milljarðar.

 

Þrátt fyrir fjögura milljarðs króna hagnað er það álit Guðmundar Kristjánssonar forstjóra ekki ásættanleg niðurstaða. Í viðtali við heimasíðu félagsins segir hann:

 

IMG_0931.JPG„Rekstrarafkoma HB Granda var ekki ásættanleg á árinu 2018. Hagnaður fyrirtækisins hefur verið að minnka á síðustu árum vegna styrkingar íslenskrar krónu og hærri veiðigjalda. Á seinni hluta ársins 2018 veiktist íslenska krónan og það styrkir útflutningsfyrirtæki. Árið 1992 fjárfesti HB Grandi í sjávarútvegsfyrirtæki í Síle. Þetta fyrirtæki seldi laxeldisfyrirtæki sitt á síðasta ári og fékk HB Grandi töluverðan hagnað af þeirri sölu og skýrir það að hluta góða afkomu á síðasta ársfjórðungi 2018.“
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir