Samráðsfundur um ferðamálastefnu í Miklagarði

11.03 2019 - Mánudagur

Boðað hafði verið til samráðsfundar um ferðamálastefnu Vopnafjarðar í félagsheimilinu Miklagarði sl. laugardag. Liðlega 30 manns svaraði kallinu og er tíðindamann bar að garði var unnið í hópavinnu á 6 borðum en hverjum hópi var úthlutað tiltekin verkefni er málefnið varðar. Á fundi atvinnu- og ferðamálnefndar þann 15. mars 2016 voru lögð fram drögð að ferðamálastefnu Vopnafjarðar sem þá var í höndum starfshóps sveitarstjórnar og áður hafði verið unnið með ýmsum hætti að þróun ferðamála í sveitarfélaginu m.a. útgáfu gönguleiðakortsins Útivist í Vopnafirði og á Út-Héraði 2004. Ferðamál eru í brennidepli að nýju og miðað við stöðu þeirra í sveitarfélaginu er ekki vanþörf á.

 

Sveitarstjórn hafði samþykkt að leitað yrði til Ágústs Elvars Bjarnasonar verkefnastjóra ferðamála á Höfuðborgarstofu um gerð nýrrar ferðamálastefnu Vopnafjarðarhrepps. Kynnti Ágúst Elvar drög að ferðamálastefnu á fundi sveitarstjórnar þann 07. mars sl. og fyrirhugaðan samráðsfund um ferðamál sem haldinn skyldi laugardaginn 11. Var fundinum ætlað að kalla eftir hugmyndum heimamanna og gekk það eftir því hópavinnan skilaði hugmyndum sem liggja til grundvallar áframhaldandi vinnu. Þannig kynnti hver hópur að verkefnavinnu lokinni samantekt helstu niðurstaðna í hlutaðeigandi hópi. Samantektina tekur Ágúst með sér, vinnur áfram og mun hingað koma aftur og eiga áframhaldandi samstarf við heimamenn.IMG_0296.JPG

 

Þann 08. janúar sl. var til umfjöllunar samantekt Reksturs og ráðgjafar ehf. um stöðu ferðamála á Vopnafirði. Kom þar m.a. fram að 1,8% erlendra ferðamanna er til Íslands komu 2017 hafi komið til Vopnafjarðar en hlutfallið var 2,8% 2010. Hafði ferðamönnum fjölgað um 160% á tímabilinu en vegna hins gríðarmikla vaxtar á tímabilinu er í % talið hlutfallið lægra. Fram kom í máli Ágústs að Íslendingar horfi fram á samdrátt í ferðamálum eftir ævintýralega uppbyggingu um árabil. Engu að síður mun fjöldi sækja landið heim og verkefnið að skapa Vopnafirði þá sérstöðu að hingað muni fleiri horfa en verið hefur hingað til.

 

Meðfylgjandi eru myndir af fundinum. 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir