Auglýst eftir framkvæmdastjóra Vopnaskaks

15.03 2019 - Föstudagur

Vopnafjarðarhreppur auglýsir stöðu framkvæmdastjóra Vopnaskaks 2019 lausa til umsóknar. Bæjarhátíðin verður haldin dagana 04.-07. júlí nk. 

Hlutverk framkvæmdastjóra er m.a. að skipuleggja og stýra hátíðinni og vinna að fjármögnun hennar, í samvinnu við menningarmálanefnd Vopnafjarðar. Þarf viðkomandi að geta sinnt því af og til á vorönn 2019 og í fullu starfi í júní allt þar til uppgjöri og frágangi eftir hátíðina er lokið.

Framkvæmdastjóri Vopnaskaks þarf að vera hugmyndaríkur, útsjónarsamur hafa brennandi áhuga á að gera veg hátíðarinnar sem mestan. Hann þarf að eiga auðvelt með að vinna með fólki. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af stjórnun viðburða.

 

Umsóknarfrestur er til 25.mars 2019. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15 690 Vopnafirði eða á netfangið nonnihelga@gmail.com

 

Nánari upplýsingar veitir formaður menningamálanefndar í síma 8991197.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir