Þjónustumiðstöð: Vinnuskóli og starfsmaður

18.03 2019 - Mánudagur

Þjónustumiðstöð Vopnafjarðarhrepps auglýsir sumarvinnu 2019 og óskar að ráða starfsmann til framtíðarstarfa.

Vopnafjarðarhreppur

Sumarvinna 2019

 

Vopnafjarðarhreppur auglýsir eftir fólki til sumarstarfa tímabilið  27. maí – 19. ágúst nk. Um er að ræða almenn störf, vélavinna og störf flokksstjóra við vinnuskóla sveitarfélagsins.

 

Starf flokksstjóra felst m.a. í að stjórna starfi vinnuskóla, fræða nemendur um rétt vinnubrögð og verkþætti. Leitað er eftir skipulögðum og úrræðagóðum einstaklingum og er æskilegt að flokksstjórar hafi bílpróf.

 

Forgang um fulla vinnu hafa þeir sem hyggjast vinna út sumarið.

 

Vinnuskóli verður með eftirfarandi hætti sumarið 2019:

 

Unglingar fæddir 2005 (8. bekkur)

 

Vinna hefst þriðjudaginn 11. júní og lýkur föstudaginn 5. júlí.

Fjöldi vinnustunda 4 klst. á dag.

 

Unglingar fæddir 2004 (9. bekkur)

 

Vinna hefst þriðjudaginn 11. júní og lýkur föstudaginn 26. júlí.

Fjöldi vinnustunda 8 klst. á dag.

 

Unglingar fæddir 2003 (10. bekkur)

 

Vinna hefst  mánudaginn 11. júní og lýkur föstudaginn 26. júlí.

Fjöldi vinnustunda 8 klst. á dag.

 

Í hópum, þar sem boðið er upp á 4ra klst. vinnu verða hópar ýmist fyrir / eða  eftir hádegi.

 

Umsóknum skal skila á  skrifstofu Vopnafjarðarhrepps  eigi síðar en

mánudaginn 5. apríl nk. eða á  netfang: skrifstofa@vopnafjardarhreppur.is

Nánari upplýsingar um störfin veitir yfirmaður Þjónustumiðstöðvar í síma 473-1423.

Starfsmaður óskast hjá þjónustumiðstöð Vopnafjarðar

 

Starfsmaður í Þjónustumiðstöð Vopnafjarðar.

Áhaldahús sveitarfélagsins er þjónustumiðstöð þess og sinnir fjölbreyttum verkefnum, s. s. viðhaldi á götum og gangstéttum, frárennsliskerfi og ýmiskonar uppbyggingu ásamt snjómokstri. Auk þess heyrir vinnuskóli sveitarfélagsins undir miðstöðina yfir sumartímann. Vopnafjarðarhreppur óskar eftir að ráða starfsmann í þjónustumiðstöð. Um er að ræða 100% starf.

 

Starfssvið:

            Vinna við umhirðu og viðhald eigna sveitarfélagsins

            Vinna við viðhald veitna, gatna, snjómokstur, sláttur ofl. störf sem þjónustumiðstöð sinnir

            Vinna með vinnuskóla og sumarvinnufólki

 

Menntun og hæfni:

            Iðnmenntun sem nýtist í starfi æskileg

            Reynsla af verkefnastjórnun æskileg

            Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

Vinnuvélaréttindi/ökuréttindi er skilyrði

Gerð er  krafa um frumkvæði, drifkraft, snyrtimennsku, skipulögð og fagleg vinnubrögð, getu til að vinna sjálfstætt ásamt hæfni í mannlegum samskiptum. Sveigjanleiki varðandi vinnutíma er nauðsynlegur t.d þegar kemur að snjómokstri.

 

Umsóknafrestur er til og með 29. mars 2019.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi stéttarfélaga við Samband íslenskra sveitarfélaga. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps Hamrahlíð 15 eða sent rafrænt á skrifstofa@vopnafjardarhreppur.is

 

Upplýsingar um starfið veitir:

Oddur Pétur Guðmundsson í síma 473-1423 eða ahaldahus@vfh.is

Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir