Íbúafundur um aðalskipulag Vopnafjaðrar

09.04 2019 - Þriðjudagur

Haldinn veðrur íbúafundur um aðalskipulag Vopnafjarðar, laugardaginn 13. apríl nk. í félagsheimilinu Miklagarði kl. 13:00.

Rætt verður um aðalskipulagið og þau tækifæri sem felast í endurskoðun þess. Á fundinum verður Gunnar Ágústsson skipulagsfræðingur og mun hann fjalla um efnið frá ýmsum sjónarhornum. 

Aðalskipulag er áætlun sveitarfélagsins um framtíðar uppbyggingu, nýting landgæða og auðlinda. Aðalskipulag er skipulagsáætlun sem nær til alls lands sveitarfélagsins. Í aðalskipulagi er sett fram stefna og ákvarðanir sveitarstjórnar um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar. Gildandi skipulag gildir til 2026 en áform eru uppi um að endurskoða það í heild sinni. Íbúar eru hvattir til að koma fram með sínar hugmyndir, ábendingar og áherslur á fundinum. 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir