Brennið þið vitar

07.05 2019 - Þriðjudagur

TÓNLEIKAR KARLAKÓRSINS FÓSTBRÆÐRA Á VOPNAFIRÐI 

Karlakórinn Fóstbræður heldur í tónleikaferðalag til Norðausturlands dagana 24.-26.maí 2019.

Haldnir verða tvennir tónleikar og bera þeir yfirskriftina Brennið þið vitar en kórinn frumflutti það þekkta verk á Alþingishátíðinni 1930.

Fyrri tónleikarnir verða á Félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði föstudagskvöldið 24.maí kl. 19.30. Karlakór Vopnafjarðar mun syngja með kórnum í nokkrum lögum.

Aðgangur er ókeypis á tónleikana.

Fluttar verða íslenskar og erlendar karlakóraperlur en mörg laganna voru á efnisskrá Vortónleika Fóstbræðra sem haldnir voru í Norðurljósasal Hörpu í byrjun maí. Þetta voru eitthundruðustu og þriðju aðaltónleikar kórsins en þeir hafa haldið tónleika árlega frá 1917. Um 60 söngmenn munu standa á palli á tónleikunum.

Söngstjóri Fóstbræðra er Árni Harðarson en hann á ættir að rekja til Vopnafjarðar í föðurætt en Þistilfjarðar í móðurætt.

Meðleikari er Steinunn Birna Ragnarsdóttir.

Flogið verður frá Reykjavík til Egilsstaða og gist á Vopnafirði. Að loknum tónleikunum á Þórshöfn mun kórinn aka til Raufarhafnar þar sem að hópurinn mun gera sér glaðan dag og freista þess að sjá miðnætursólina við heimskautsbaug.

Frekari upplýsingar veitir formaður kórsins Arinbjörn Vilhjálmsson gsm 820-8582, netf. arinbjornvi@gmail.com

Stofnaðir hafa verið viðburði á facebook vegna tónleikanna og þá má finna hér: https://www.facebook.com/events/357283798241805/ 

https://www.facebook.com/events/671948169945267/ 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir