Plokkunardagur á Vopnafirði

10.05 2019 - Föstudagur

Plokkunardagur verður haldinn miðvikudaginn 15. maí frá kl. 16:30-19 þar sem íbúar og félagasamtök plokka í bænum og í kringum bæinn.

Grillað verður í boði Kiwanisklúbbsins Öskju á Kaupvangstorgi að plokki loknu og frítt verður í sund í boði Vopnafjarðarhrepps frá kl. 19-21.

Allir eru hvattir til að taka þátt, veðurguðirnir eru búnir að melda sig og sólina. Hægt er að tilkynna þátttöku á Facebook síðu viðburðarins. https://www.facebook.com/events/423178685185754/
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir