Ársreikningur 2018 samþykktur í sveitarstjórn

23.05 2019 - Fimmtudagur

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2018 hefur hlotið afgreiðslu sveitarstjórnar í samræmi við 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og var staðfestur og áritaður við síðari umræðu í sveitarstjórn í dag.

Við afgreiðsluna kom fram að rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.047 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 720 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 0,6 millj. kr., og rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 174 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2018 nam 1.063 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta um 534 millj. kr.

Kynningarfundur um ársreikninginn verður haldinn í félagsheimilinu þriðjudaginn 11. júní nk. kl 17:00.

Ársreikningur 2018
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir