Tillaga að deiliskipulagi miðhluta hafnarsvæðis á Vopnafirði

12.06 2019 - Miðvikudagur

Skipulagssvæðið er um 8.5 ha. að stærð og skiptist annars vegar í um 5.8 ha. hafnar- og iðnaðarsvæði og hins vegar í um 2.7 ha. miðsvæði og er landið í eigu Vopnafjarðarhrepps.

Í gildi er deiliskipulag fyrir umrætt svæði og verður hluti þess sem er innan sama svæðis fellt úr gildi við gildistöku nýs skipulags. Gildandi deiliskipulag hafnar- og miðsvæðis á Vopnafirði er dagsett 6. nóvember 2008.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15, Vopnafirði, frá og með föstudeginum 7. júní nk. til mánudagsins 22. júlí 2019. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps, vopnafjardarhreppur.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til mánudagsins 22. júlí 2019. Skila skal athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa Vopnafjarðarhrepps, Hafnargötu 28, 710 Seyðisfirði eða á netfangið sigurdur.jonsson@efla.is. Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni.

Greinargerð

Uppdráttur
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir