Hreinsun við Fuglabjargarnes

26.06 2019 - Miðvikudagur

Síðastliðinn sunnudag, 26. júní, tóku Vopnfirðingar sig til og hreinsuðu Ljósalandsvík við Fuglabjargarnes að frumkvæði Jóns Þórs og Hafdísar Báru á Hámundarstöðum. Fuglabjargarnes er á náttúruminjaskrá vegna fagurrar og fjölbreyttrar strandar og mikils fuglalífs og hafði um nokkurt skeið safnast þar saman mikið af sjóreknu plasti og öðru rusli. Fjöldi fólks mætti á svæðið til að týna og sumir með hjól og kerrur til að auðvelda hreinsunina. Að lokum hafði safnast í tvo stóra gáma og svæðið hreint á ný. Hjartans þakkir þið sem að þessuð stóðuð og allir sem lögðu hönd á plóg. Myndir frá deginum má sjá á Facebook síðu hreppsins.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir