Fjögurra mánaða uppgjör kynnt

04.07 2019 - Fimmtudagur

Fjögra mánaða árshlutauppgjör 2019 var lagt fyrir á fundi sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps 20. júní 2019. Árshlutauppgjörið nær til rekstrareininga sem falla undir A-hluta starfsemi sveitarfélagsins og samantekinn ársreikning fyrir alla starfsemi þess, þ.e. A- og B-hluta.

Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Hér er um að ræða Aðalsjóð, en auk hans Eignasjóð og Þjónustumiðstöð. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyrirtækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B-hluta starfsemi sveitarfélagsins eru Hafnarsjóður, Vatnsveita, Fráveita, Félagslegar íbúðir, Leiguíbúðir aldraðra, Legudeildin Sundabúð, Lyfsala og Arnarvatn ehf.

Helstu niðurstöður fjögra mánaða árshlutauppgjörs 2019 eru eftirfarandi:

  • Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 13,6 millj. kr., en niðurstaða A hluta var jákvæð um 8,0 millj. kr.
  • Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 35,6 millj. kr, en 21,3 millj. kr. í A hluta.
  • Heildareignir A og B hluta námu 1.518,4 millj. kr. þann 30. apríl 2019, en heildar eignir A hluta námu um 1.145,4 millj. kr.
  • Skuldir og skuldbindingar A og B hluta námu 442,0 millj. kr. þann 30. apríl 2019, en 602,9 millj. kr. í A hluta.
  • Eigið fé A og B hluta nam um 1.076,4 millj. kr. þann 30. apríl 2019 en eigið fé A hluta nam um 542,5 millj. kr.

Fjögra mánaða árshlutauppgjör 2019
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir