Íbúafjöldi 1.október 2019 - Vopnafjörður bætir við sig

03.10 2019 - Fimmtudagur

Hinn 1.október síðastliðinn voru landsmenn alls 362.594 og hafði fjölgað um 5.923 manns frá 1.desember 2018. Þetta jafngildr fjölgun landsmanna um 1,7%.

 

Austurland

Þegar horft er til Austurlands þá eru íbúar Austurlands nú 10.736 en voru 10.488 1.desember 2018. Það jafngildir 0,4% fjölgun íbúa.

Hvergi er um verulega fjölgun að ræða en af 7 sveitarfélögum fjölgar íbúum í 6 af þeim.

 

Hlutfallslega fjölgaði íbúum Borgarfjarðarhrepps mest á tilteknu tímabili, eða um 10,1%, um 11 íbúa eða úr 109 í 120 íbúa.

Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Seyðisfjarðarkaupstaði, um 1,7% eða um 12 íbúa, úr 692 í 680.

Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð, tvö stærstu sveitarfélögin halda sínu og miðað við skráningu Þjóðskrár Íslands fjölgaði um 14 íbúa á Fljótsdalshéraði og um 4 íbúa í Fjarðabyggð.

 

Vopnafjarðarhreppur helst nokkuð stöðugur og er íbúafjöldinn nú 662, eða aukning um fimm íbúa frá 1.desember 2018.

 

Höfuðborgarsvæðið

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 1.904 á tímabilinu frá 1. desember 2018 til 1. október sl. Þetta er hlutfallsleg fjölgun upp á 1,5%.

Þau sveitarfélög sem næst komu voru Kópavogur með 801 íbúa eða 2,2% fjölgun og Mosfellsbæ með 508 íbúa eða 4,5% fjölgun.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á vef Þjóðskrár Íslands.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir