Sundabúð auglýsir eftir starfsmanni

28.10 2019 - Mánudagur

Hjúkrunarheimilið Sundabúð óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti Sundabúðar. Starfshlutfall er 50 % og eru vaktir ýmist frá  kl 8-16 eða 9-14,  unnin er önnur hver helgi.
Starfið felst í öllum almennum störfum í eldhúsi, þar á meðal eldamennsku. Reynsla af starfi í mötuneyti æskileg.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf
1. desember næst komandi.

Vinsamlegast athugið að um tímabundna ráðningu er að ræða til nokkurra mánaða.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Afls og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar um starfið  veitir Emma Tryggvadóttir í síma 470 1240 og 860 6815 og einnig má senda fyrirspurnir á emma@vopnafjardarhreppur.is

Umsóknarfrestur er til 11. nóvember og skal umsóknum skilað á sama netfang.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir