Dagar myrkurs á Austurlandi 2019

28.10 2019 - Mánudagur

Dagana 30. október – 3. nóvember fara fram Dagar myrkurs á Austurlandi. Dagar myrkurs hafa verið haldnir frá árinu 2000 og eru því nú í tuttugasta sinn.

Næstu daga er hægt að upplifa rólega og notalega stemmningu í litlum byggðalögum þar sem komu myrkurs og skugga er fagnað. Á Vopnafirði verður sett upp draugahús í Miklagarði á vegum félagsmiðstöðvarinnar Drekans svo eithvað sé nefnt.

Upprunalega var hátíðin Dagar myrkurs til þess að bjóða upp á afþreyingu í skammdeginu áður en jólavertíð hæfist og heldur lítið þótti um að vera á Austurlandi í nóvembermánuði. Nú er framboð af afþreyingu mun meira og af nógu að taka allt árið. Því má segja að hátíðin sé farin að bera meiri keim af íslenskri útgáfu af „halloween“ og er víða mjög metnaðarfull. 

Dagar myrkurs á Facebook.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir