Félagsstarf eldri borgara

07.11 2019 - Fimmtudagur

Félagsstarf eldri borgara 

Nóg er um að vera á Vopnafirði fyrir eldri borgara og eitthvað í boði fyrir flesta.  Tvo daga í viku er opið í Miklagarði og eru allir sem eru orðnir 60 ára og eldri velkomnir að kíkja í blöðin, fara í Boccia, ganga í salnum, fá sér kaffi og spjalla. Reglulega koma einhverir í heimsókn og spjalla við fólkið, á næsta þriðjudag 12. nóvember kemur Magnús Róbertsson rekstrarstjóri Brim á Vopnafirði í heimsókn.

Í félagi eldri borgara á Vopnafirði eru 43 meðlimir og formaður er Ágústa Þorkelsdóttir, félagið hefur starfað síðan í júní 1990. Í samtali við vef Vopnafjarðarhrepps segir Ágústa frá því að félagið starfi með skemmtifundum, félagsfundum , Góugleði og Aðventukaffi.. 

„Dagsferðir hafa verið 2-3 árlega, þá eru heimsótt nágranna-byggðarlög.  Þær ferðir eru vinsælar, en lengri ferðir hafa ekki verið nú í nokkur ár þar sem félagar eldast og yngri bætast ekki nógu margir í hópinn.  Rétt er að geta þess að fyrir nokkrum árum gengu félagar áfangagöngu og á þann hátt var gengið um allt vegakerfi Vopnafjarðar.  Ef nýjir, hressir félagar bætast í hópinn mætti taka slíkt upp aftur” segir Ágústa að lokum.

Eins og sjá má á dagatali eldri borgara er nóg um að vera:

Félag eldri borgara Vopnafirði

Vetrarstarf 2019 – 2020

 Mánudagar kl. 13 - 16 er föndur eldri borgara í Sambúð

Þriðjudagar kl 10 -12 opið fyrir 60+ í Miklagarði

Miðvikudagur kl 14 -16 Myndagrúsk í Sambúð

Fimmtudagar kl. 13 - 16  föndur eldri borgara í Sundabúð

Föstudagar kl 10 - 12 opið fyri 60+ í Miklagarði

Félagsfundur verður einu sinni í mánuði. Auglýst sérstaklega

Fáum gesti í heimsókn

Félagar hvattir til að mæta og taka með sér gesti

Opnun í Miklagarði allir 60+ velkomnir

Súpa í Miklagarði 3ja hvern föstudag kl. 11
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir