Íbúafundur um aðalskipulag 2.desember

18.11 2019 - Mánudagur

Vopnafjörður árið 2040 – opinn íbúafundur vegna endurskoðunar aðalskipulags

 

Haldinn verður íbúafundur um aðalskipulag Vopnafjarðar, mánudaginn 2. des nk. í félagsheimilinu Miklagarði kl. 17:30 – 19:00.

Gunnar Ágústsson skipulagsfræðingur mun stýra vinnufundi um möguleg viðfangsefni nýs aðalskipulags.

Markmiðið með fundinum er að vinna að framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið þar sem horft verður fram til ársins 2040.

 

Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í mótun framtíðarsýnar og stefnu fyrir vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir