Hreppsráð ályktar um raforkumál

20.12 2019 - Föstudagur

Á fundi hreppsráðs Vopnafjarðarhrepps sl. miðvikudag var samþykkt ályktun um raforkumál þar sem ítrekað er mikilvægi þess að hringtengingu verði komið á milli Vopnafjarðar og Þórshafnar:

Hreppsráð Vopnafjarðahrepps hvetur til þess, í ljósi undangenginna atburða, að komið verði á rafmagnstengingu á milli Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps og hringtengingu þar með komið á í sveitarfélögunum með auknu rafmagnsöryggi. Hreppsráð vekur athygli á því að ekki stendur til að auglýsa starf RARIK á Vopnafirði sem nú hefur losnað og leggst eindregið gegn því þar sem mikilvægt er að þjónustustig minnki ekki og að starfsemi stofnunarinnar sé með traustan grundvöll í sveitarfélaginu.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir