Breyting á aðalskipulagi í Vopnafjarðarhreppi - lýsing

13.03 2020 - Föstudagur

Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps 2006 -2026,  Aðalskipulagsbreyting - skipulagslýsing – kynning.

Breytingar á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006- 2026 vegna Þverárvirkjunar og Vopnafjarðarlínu 1. Skipulags og matslýsing - kynning.

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps áformar tvær breytingar á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006- 2026 samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingarnar eru vegna framkvæmda við Þverárvirkjun og lagningu Vopnafjarðarlínu 1 í jörð yfir Hellisheiði ásamt niðurtöku loftlínu. Tilgangur breytinganna er að gæta samræmis við áætlanir þessara framkvæmda. Þessar breytingar eiga sameiginlegt að auka raforkuöryggi á Vopnafirði.

Almenningi er gefinn kostur á að koma með ábendingar á kynningunni og/eða senda inn ábendingar til skipulags- og byggingarfulltrúa  Vopnafjarðarhrepps Hafnargötu 28, 710 Seyðisfirði eða á netfangið sigurdur.jonsson@efla.is  til og með 6. apríl 2020.

Hægt er að nálgast skipulagslýsinguna hér og á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps að Hamrahlíð 15, Vopnafirði.

Skipulags- og byggingafulltrúi

Vopnafjarðarhrepps
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir